Fótbolti

Sigurður Ragnar og Malmö-stelpurnar í heimsókn í Växjö

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir. Mynd/NordicPhotos/Getty
EM kvenna í fótbolta hefst eftir aðeins 58 daga í Svíþjóð og Svíarnir eru að fullu að leggja lokahönd á undirbúning sinn fyrir keppnina. Íslenska kvennalandsliðið komst á sitt annað Evrópumót í röð og verður í riðli með Þýskalandi, Noregi og Hollandi.

Íslensku stelpurnar munu leika tvo leiki í sínum riðli í Växjö og til að kynna íslenska liðið fyrir heimafólki fóru landsliðsþjálfararnir, Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Lars Lagerbäck ásamt landsliðskonunum Söru Björk Gunnarsdóttur og Þóru Helgadóttur, til Växjö. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenska liðið leikur gegn Þýskalandi og Hollandi í borginni á nýjum velli 12.000 manna velli en sænska félagið Öster leikur heimaleiki sína á þessum velli.  Leikið var vináttulandsleikur við Svía 6. apríl síðastliðinn á þessum velli. Íslenska sendisveitin er á ferðinni í allan dag í Växjö, skoðar aðstæður og kynnir íslenska liðið fyrir íbúum borgarinnar.

Sara Björk og Þóra áttu flottan leik í gær þegar lið þeirra LdB FC Malmö vann 5-0 stórsigur í Íslendingaslag á móti Kristianstads DFF. Sara skoraði tvö fyrstu mörkin og Þóra hélt marki sínu hreinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×