Fótbolti

Aron besti kylfingurinn í AZ

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða AZ

Aron Jóhannsson er greinilega liðtækur kylfingur því hann spilaði best allra á golfdegi félagsins nú fyrir skömmu.

Leikmenn kepptu einnig í fótboltagolfi en þar bar Martin Haar sigur úr býtum. Hér má sjá skemmtilega myndaspyrpu frá deginum en auk Arons er Jóhann Berg Guðmundsson á mála hjá AZ.

Aron gekk í raðir AZ fyrr í vetur frá danska liðinu AGF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×