Enski boltinn

Beckham ætlar að hætta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP

David Beckham mun binda endi á knattspyrnuferil sinn að loknu núverandi tímabili. Þetta kemur fram á vef enska blaðsins Daily Mail og var stuttu síðar staðfest af enska knattspyrnusambandinu.

Beckham varð meistari með franska liðinu PSG nú í vor en samningur hans við félagið rennur út í sumar.

Hann er 38 ára gamall og á að baki 115 leiki með enska landsliðinu, sem er met hjá útileikmanni, og hefur orðið meistari í fjórum löndum. Er hann eini Bretinn sem hefur afrekað það.

PSG hefur boðið honum nýjan eins árs samning en Beckham ákvað að hafna honum. PSG leikur sinn síðasta leik á tímabilinu er liðið mætir Brest á heimavelli um helgina.

„Mér finnst þetta rétti tíminn til að ljúka ferlinum, þegar ég er enn að spila í hæsta gæðaflokki," sagði hann í samtali við AP-fréttastofun.a

Beckham hóf feril sinn hjá Manchester United en hefur einnig spilað með Real Madrid, AC Milan og LA Galaxy. Hann er einn frægasti og auðugasti íþróttamaður heims.

Hér fyrir neðan má hann skora frægt mark gegn Grikkjum sem tryggði Englandi sæti á HM 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×