Enski boltinn

Fyrsta tap Chelsea í deildinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólína Viðarsdóttir spilaði allan leikinn með Chelsea.
Ólína Viðarsdóttir spilaði allan leikinn með Chelsea. Mynd/Heimasíða Chelsea

Edda Garðarsdóttir og Ólína Viðarsdóttir voru í byrjunarliði Chelsea sem tapaði 2-0 gegn Bristol Academy í efstu deild ensku knattspyrnunnar í gærkvöldi.

Chelsea var í efsta sæti deildarinnar með sjö stig eftir þrjá leiki en mátti sætta sig við sitt fyrsta tap í Bristol. Sigurinn var sá þriðji hjá Bristol í jafnmörgum leikjum og ljóst að á ferðinni er sterkt lið.

Edda bar fyrirliðabandið hjá Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×