Enski boltinn

Sir Alex og Bale bestir á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Bale.
Gareth Bale. Mynd/Nordic Photos/Getty

Sérstök valnefnd ensku úrvalsdeildarinnar hefur valið Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester United, besta stjóra tímabilsins og Gareth Bale, leikmann Tottenham, besta leikmann ársins.

Sir Alex Ferguson gerði Manchester United að Englandsmeisturum á sínu síðasta tímabili með liðið en liðið vann þá þrettánda meistaratitilinn undir hans stjórn. Þetta er í ellefta skiptið sem Sir Alex Ferguson er valinn besti knattspyrnustjóri ársins.

Gareth Bale hefur safnað verðlaunum á þessu tímabili en þetta voru fjórðu stóru einstaklingsverðlaun þessa skemmtilega leikmanns. Leikmenn deildarinnar kusu hann bæði besta leikmanninn og besta unga leikmanninn og fjölmiðlamennirnir völdu hann einnig bestan.

Hinn 23 ára gamli Gareth Bale hefur skorað 20 mörk í 33 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en þetta er í fyrsta sinn sem valnefnd ensku úrvalsdeildarinnar velur leikmann Tottenham bestan.

Sir Alex Ferguson var valinn besti stjóri októbermánaðar en Gareth Bale fékk verðlaun sem besti leikmaður febrúarmánaðar.

Mynd/AFP
Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/Nordic Photos/Getty
Mynd/Nordic Photos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×