Fótbolti

Kristianstad tapaði á heimavelli

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Margrét Lára náði ekki að skora í dag.
Margrét Lára náði ekki að skora í dag.

Íslendingaliðið Kristianstad tapaði 2-1 á heimavelli gegn Linköping í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð í dag.

Pernille Mosegaard-Harden skoraði fyrra mark Linköping strax á 14. mínútu og Jonna Andersson skoraði seinna markið á 60. mínútu.

Johanna Rasmussen minnkaði muninn á 89. mínútu en nær komst Kristianstad ekki.

Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir léku allan leikinn fyrir Kristianstad og Guðný Björk Óðinsdóttir lék seinni hálfleikinn.

Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad sem féll með ósigrinum niður í 6. sæti deildarinnar en Linköping lyfti sér upp fyrir Kristianstad í fimmta sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×