Fótbolti

Silfur til Ólafs Inga og brons til Eiðs Smára

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eiður Smári í góðri gæslu.
Eiður Smári í góðri gæslu. Nordicphotos/Getty

Anderlecht varð í dag belgískur meistari í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn Ólafi Inga Skúlasyni og félögum í Zulte Varegem í lokaleik úrslitakeppni efstu liða deildarinnar.

Um hreinan úrslitaleik var að ræða þar sem tveimur stigum munaði á liðunum fyrir leikinn. Liðsmenn Zulte komust yfir snemma í síðari hálfleik en reynsluboltarnir í Anderlecht jöfnuðu metin þremur mínútum síðar.

Ólafur Ingi kom inn á sem varamaður þegar tíu mínútur lifðu leiks en allt kom fyrir ekki. Anderlecht er því meistari í Belgíu í 32. skiptið og er langsigursælasta liðið í sögu þjóðarinnar.

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Club Brugge höfnuðu í þriðja sæti deildarinnar. Eiður Smári var í byrjunarliðinu þegar Club Brugge vann 1-0 heimasigur á Genk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×