Enski boltinn

Ivanovic fyrirgefur Suarez

Suarez er hér nýbúinn að bíta Ivanovic.
Suarez er hér nýbúinn að bíta Ivanovic.
Branislav Ivanovic, varnarmaður Chelsea, er hættur að velta sér upp úr því að Luis Suarez hafi bitið hann á dögunum. Ivanovic er búinn að fyrirgefa framherjanum frá Úrúgvæ.

"Ég varð mjög hissa þegar þetta gerðist og í raun varð ég fyrir áfalli. Þegar leik lauk þá róuðust menn og ég var eiginlega búinn að gleyma þessu," sagði Ivanovic en hann fékk símtal frá Suarez daginn eftir.

"Ég samþykkti afsökunarbeiðni hans í símanum. Ég ræðst ekkert á hann út af þessu en ég var heldur ekki að verja hann. En ég fyrirgef honum. Svona gerist en ég er ekki að velta mér upp úr þessu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×