Enski boltinn

Benitez vill ekki tala um Mourinho

Rafa Benitez.
Rafa Benitez.
Það bendir flest til þess að Jose Mourinho verði stjóri Chelsea á næstu leiktíð en hann sagði eftir leikinn gegn Dortmund í vikunni að hann ætlaði sér að vera þar sem fólk elskaði hann á næstu leiktíð.

Vonir Rafa Benitez um að halda starfinu eru því sama og engar. Hann vill því eðlileg lítið ræða um málið.

"Það kemur mér ekkert við. Ég þarf að einbeita mér að mínum verkefnum og mitt verkefni er að hjálpa liðinu að vinna Basel," sagði Benitez en Chelsea mætir Basel í Evrópudeildinni í kvöld.

Þetta er seinni leikur liðanna í undanúrslitum en Chelsea vann fyrri leikinn, 1-2, á útivelli.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hann klukkan 19.05.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×