Enski boltinn

Ég ræð því hvaða leikmenn koma

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að það muni aldrei gerast að Liverpool kaupi leikmann til félagsins án hans samþykkis.

Stjórn félagsins ætlaði á sínum tíma að láta Rodgers starfa undir yfirmanni knattspyrnumála sem hefði þá getað keypt leikmenn til félagsins þó svo Rodgers væri því ekki sammála.

Hætt var við þær fyrirætlanir og Rodgers kemur nú að öllum leikmannamálum.

"Það kemur enginn leikmaður hingað nema ég vilji fá hann. Ég verð alltaf fyrsti maður sem tilvonandi leikmenn ræða við. Það er enginn hroki í því, þannig vinnum við bara," sagði Rodgers en stjórn félagsins tekur svo eðlilega lokaákvörðun um hvort hún vilji eða geti keypt leikmenn.

"Erlendis virkar þetta öðruvísi. Þar kaupa félög leikmenn fyrir þjálfarana. Þjálfarinn vinnur svo með þeim leikmönnum sem honum er skaffað."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×