Enski boltinn

Mata hrósar Benitez

Spánverjinn Juan Mata segir að leikmenn Chelsea standi þétt á bak við stjórann, Rafa Benitez, sem hefur mátt þola mikið mótlæti síðan hann tók við stjórastöðunni hjá félaginu.

Benitez getur í kvöld farið með sitt lið í úrslit Evrópudeildar UEFA en hans lið leiðir einvígið gegn Basel, 2-1.

"Rafa hefur staðið sig frábærlega hjá öllum þeim liðum sem hann hefur þjálfað. Hann hefur lagt sig verulega fram hjá okkur," sagði Mata.

"Við leikmenn sjáum að hann er frábær stjóri. Við erum í þriðja sæti deildarinnar og að berjast um bikar. Tímabilið gæti því orðið gott þegar upp er staðið. Ef svo verður þá á Rafa stóran þátt í því.

"Það veltur ekki á mér hvort hann fái að vera hérna áfram eður ei. Eina sem ég get sagt er að okkur gengur mjög vel að vinna með honum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×