Enski boltinn

Bale bestur hjá blaðamönnum

Bale hefur verið frábær í vetur.
Bale hefur verið frábær í vetur.
Gareth Bale, stórstjarna Tottenham, var í dag valinn leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni af blaðamönnum. Leikmenn kusu Bale einnig bestan þannig að þetta er ansi góð uppskera hjá Walesverjanum.

Bale er fyrsti leikmaður Tottenham sem hlýtur þessi verðlaun síðan blaðamenn kusu David Ginola bestan árið 1999.

Robin van Persie, leikmaður Man. Utd, var í öðru sæti en litlu munaði á honum og Bale í kosningunni.

Bale er búinn að skora 19 mörk í 29 leikjum fyrir Tottenham í deildinni. Mörkin eru 24 í öllum keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×