Enski boltinn

Eiginkona Suarez óhrædd við að láta hann heyra það

Hjónakornin á vellinum.
Hjónakornin á vellinum.
Luis Suarez, framherji Liverpool, er ekki bara í vondum málum þar sem hann er farinn í langt leikbann. Eiginkona hans, Sofia, er einnig allt annað en sátt við eiginmanninn.

Hún reynir nú að hjálpa honum að haga sér almennilega á vellinum og Suarez segist hlusta á hana.

"Hún bendir mér á að ég rífist of mikið við dómara og varnarmenn. Hún lætur mig heyra það og segir að stundum hefði ég allt eins getað sleppt því að vera inn á vellinum," sagði Suarez í viðtali við tímarit Liverpool.

"Þegar ég hugsa um það sem hún segir þá veit ég að hún hefur rétt fyrir sér. Hún bendir mér á að fullt af fólki telur að ég sé líka svona utan vallar þó svo það sé ekki rétt. Ég er venjulega mjög rólegur. Það er gott að eiga góða konu og ég kann að meta það sem hún hefur að segja enda fylgist hún vel með."

Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×