Enski boltinn

Gerrard hrósar Sturridge og Coutinho

Daniel Sturridge.
Daniel Sturridge.
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er afar ánægður með innkomu þeirra Daniel Sturridge og Philippe Coutinho og trúir því að Liverpool væri að berjast um Meistaradeildarsæti ef þeir hefðu komið fyrr til liðsins.

Báðir leikmenn komu til félagsins í janúar og hafa staðið sig vel. Liverpool er þó aðeins í sjöunda sæti deildarinnar og Meistaradeildardraumarnir löngu horfnir.

Sturridge hefur skorað níu mörk fyrir Liverpool og Coutinho hefur sýnt lipra takta inn á miðsvæðinu.

"Ég vil síður fara fram úr sjálfum mér en það er mikil bjartsýni hjá okkur. Þegar við semjum við leikmenn þá þurfa þeir að hafa eitthvað fram að færa. Þessir strákar eru báðir byrjunarliðsmenn og eiga að geta orðið enn sterkari á næstu leiktíð," sagði Gerrard.

"Ég er fullviss um að þessir strákar eiga eftir að vera lykilmenn hjá okkur. Ef við fáum einn framherja til viðbótar og fáum svo Suarez til baka þá erum við komnir með lið sem á að geta gert atlögu að Meistaradeildarsæti. Ég held að ef við hefðum fengið Sturridge og Coutinho fyrr þá værum við að berjast um Meistaradeildarsæti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×