Enski boltinn

Wenger ætlar ekki að fara frá Arsenal

Það hefur talsvert verið talað um það í vetur að Arsene Wenger gæti verið á förum frá Arsenal. Þær sögusagnir fengu síðan byr undir báða vængi er byrjað var að orða hann við PSG í Frakklandi.

Frakkinn virðist þó engan veginn vera búinn að fá nóg af Arsenal þrátt fyrir langa veru og átta titlalaus ár.

"Ég vil vera áfram ef ég stend mig vel. Ef félagið telur að ég sé að standa mig vel þá vil ég halda áfram," sagði Wenger og bætti við.

"Ég vil að þessu félagi gangi vel. Við erum búin að ganga í gegnum erfitt og viðkvæmt tímabil en ég tel að félagið sé í góðum málum og vel búið fyrir framtíðarverkefnin. Ég legg mikið á mig fyrir félagið og hollusta mín er mikil. Ég hef alltaf lagt mig allan fram fyrir Arsenal."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×