Enski boltinn

Chelsea vill fá Alonso

Xabi í leik með Real.
Xabi í leik með Real.
Chelsea virðist þegar vera farið að vinna í leikmannamálum fyrir Jose Mourinho sem er sagður vera á leið til félagsins á nýjan leik í sumar.

Chelsea staðfesti við ESPN að félagið hefði mikinn áhuga á miðjumanni Real Madrid, Xabi Alonso, en hann hefur verið í lykilhlutverki í Madridar-liði Mourinho.

Portúgalski þjálfarinn vill ólmur halda samstarfi sínu við Alonso áfram.

Spænski miðjumaðurinn er sagður vera ósáttur í herbúðum Real og samkvæmt heimildum Independent er hann falur á sanngjarna upphæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×