Enski boltinn

Benitez og Van Persie bestir í aprílmánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie.
Robin van Persie. Mynd/NordicPhotos/Getty
Robin van Persie, framherji Manchester United og Rafael Benitez, stjóri Chelsea, voru valdir bestir í aprílmánuði af sérstakri valnefnd ensku úrvalsdeildarinnar.

Þetta er í annað skiptið í vetur sem Robin van Persie fær þessi verðlaun en hann þótti einnig bestur í desember. Van Persie skoraði sex mörk í mánuðinum þar á meðal þrennu í 3-0 sigri á Aston Villa þar sem United tryggði sér endanlega enska meistaratitilinn.

Chelsea vann sex af níu leikjum sínum í apríl undir stjórn Rafael Benitez og slógu meðal annars Manchester United út úr ensku bikarkeppninni. Þetta er í áttunda skiptið sem Benitez fær þessi verðlaun en síðast fékk hann þau fyrir mars 2009 þá sem stjóri Liverpool.

Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×