Enski boltinn

Fótbolti í dag er bara viðskipti

Það verður ekki tekið af Benoit Assou-Ekotto, leikmanni Tottenham, að hann er heiðarlegur. Hann hefur aldrei farið í grafgötur með að hann spilar fótbolta af því það sé vinnan hans. Hann hefur ekkert gaman af fótbolta og viðurkennir það.

Margir hafa af þessum sökum sakað hann um að vera málaliða. Hann gefur lítið fyrir slíkar ásakanir og bendir á að hann hafi sýnt sínu félagi mun meiri hollustu en margir.

"Að saka knattspyrnumenn um að skilja ekki út á hvað leikurinn í dag gengur er kjánalegt. Fótbolti í dag er bara viðskipti," sagði Assou-Ekotto.

"Á Englandi er fólk ekkert að æsa sig yfir því að leikmenn séu að þéna milljónir. Fólk ætti að bera virðingu fyrir því að ég hef kjarkinn í að segja satt. Ég hef séð marga leikmenn Spurs kyssa merkið og síðan drulla sér í burtu. Ég er enn hérna. Ekki þeir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×