Enski boltinn

Getur Guð bjargað Úlfunum?

Beðið fyrir ÚIfunum. Það er öllu tjaldað í Wolverhampton.
Beðið fyrir ÚIfunum. Það er öllu tjaldað í Wolverhampton.
Björn Bergmann Sigurðarson og félagar í Wolves eru í vondum málum í ensku B-deildinni og fall blasir við liðinu. Allt er reynt til þess að bjarga liðinu frá falli og nú hafa menn beðið Guð um aðstoð.

Biskupinn í Wolves hefur nú skrifað bæn sem stuðningsmenn Úlfanna vona að veiti liðinu þann styrk sem vantar til þess að komast á flug og forðast fallið.

Liðið hefur aðeins unnið fimm af síðustu nítján leikjum sínum og fátt sem bendir til þess að liðið klóri sig út úr vandræðum sínum.

Svo er spurning hvort bænum Úlfanna verði svarað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×