Enski boltinn

Mikilvægir sigrar hjá Wigan og Aston Villa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Callum McManaman fagnar sigurmarki sínu.
Callum McManaman fagnar sigurmarki sínu. Mynd/NordicPhotos/Getty
Spennan í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta minnkaði ekkert við úrslit dagsins því Wigan landaði þremur stigum á útivelli á móti West Bromwich Albion og hélt voninni á lífi um að halda sæti sínu í deildinni.

Callum McManaman tryggði Wigan dramatíkan 2-3 útisigur á West Bromwich Albion þegar hann skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. West Brom komst tvisvar yfir í leiknum leikmenn Wigan neituðu að gefast upp og tryggðu sér mikilvægan sigur.  Wigan er nú með 35 stig eða tveimur stigum frá öruggu sæti.

Gabriel Agbonlahor skoraði bæði mörk Aston Villa í öðrum sigri liðsins í röð en liðið vann þá 2-1 útisigur á Norwich í gríðarlega mikilvægum leik í fallbaráttunni. Agbonlahor skoraði sigurmarkið á 90. mínútu. Aston Villa er þar með fimm stigum frá fallsæti.

Reading er fallið úr úrvalsdeildinni en vann engu að síður flottan útisigur á Fulham, 4-2. Hal Robson-Kanu skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og Reading komst í bæði 2-0 og 3-1 í leiknum.  



Úrslitin í ensku úrvalsdeildinni í dag:

Fulham - Reading    2-4

0-1 Hal Robson-Kanu (12.), 0-2 Hal Robson-Kanu (62.), 1-2 Bryan Ruiz (70.), 1-3 Adam Le Fondre (75.), 2-3 Bryan Ruiz (77.), 2-4 Jem Karacan (83.)

Norwich - Aston Villa    1-2

0-1 Gabriel Agbonlahor (56.), 1-1 Grant Holt (74.), 1-2 Gabriel Agbonlahor (90.)

Swansea - Manchester City    0-0

West Bromwich - Wigan    2-3

1-0 Shane Long (29.), 1-1 Arouna Koné (39.), 2-1  Gareth McAuley (50.), 2-2 James McArthur (58.), 2-3 Callum McManaman (80.)

West Ham - Newcastle    0-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×