Enski boltinn

Sir Alex Ferguson á leið í aðgerð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Mynd/NordicPhotos/Getty
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, missir hugsanlega af byrjun næsta tímabils því kappinn er á leiðinn í mjaðmaraðferð í lok júlí. Manchester United hefur staðfest að stjórinn fari í þess aðgerð strax eftir að liðið kemur heim út æfingaferð til Asíu.

Manchester United mætir Chelsea eða Wigan í leik um Samfélagsskjöldinn 11. ágúst og enska úrvalsdeildin hefst síðan viku síðar. Ferguson, sem er orðinn 71 árs gamall, þarf örugglega lengri tíma til að jafna sig eftir aðgerðina.

Ferguson eða Manchester United hafa ekki gefið út hve lengi hann verður frá og það mun væntanlega ekki koma endalega í ljós fyrr en nokkrum vikum eftir aðgerðina.

Ferguson hefur alltaf talað um að hann ætli að stýra Manchester United liðinu eins lengi og heilsan leyfir og hann hefur hingað til verið nokkuð heilsuhraustur. Nú er að sjá hvaða áhrif þessi aðferð í júlí muni hafa á kappann sem gerði United að Englandsmeisturum í þrettánda sinn á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×