Enski boltinn

Gerrard: Það skiptir engu máli að vera fyrir ofan Everton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool.
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool. Mynd/NordicPhotos/Getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, leggur enga áherslu að liðið sitt endi ofar en nágrannar þeirra úr Bítlaborginni, Everton. Liðin mætast á Anfield í ensku úrvalsdeildinni á morgun en Everton er eins og er fimm stigum á undan Liverpool í töflunni.

Tapi Liverpool Merseyside-slagnum á morgun þá er öruggt að liðið endar neðar en Everton þriðja tímabilið í röð en Gerrard sér fram á bjarta framtíð á Anfield.

„Ef Everton endar ofar en við og stuðningsmenn, leikmann og allir eru ánægðir þá er það bara gott fyrir þá. Við fögnuð því ekkert sérstaklega að enda ofar en Everton því það skiptir engu máli fyrir okkur," sagði Steven Gerrard.

„Það er ekkert stórmál að enda ofar en Everton. Við viljum samt auðvitað vinna derby-leikinn og við ætlum okkur að enda ofar en Everton. En þegar kemur að heildarpakkanum er það svo mikilvægt að enda ofar en Everton. Ég veit það ekki en líklega ekki," sagði Gerrard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×