Enski boltinn

Margt líkt með Bale og Messi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Bale.
Gareth Bale. Mynd/Nordic Photos/Getty
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Southampton, hrósaði Gareth Bale mikið fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni en liðin mætast í dag. Gareth Bale hefur raðað inn verðlaunum að undanförnu og það kemur argentínska stjóranum ekki á óvart sem telur að Bale geti orðið Lionel Messi ensku úrvalsdeildarinnar.

„Það er margt líkt með þeim Bale og Messi hvað varðar það hvernig þeir spila leikinn. Þeir eru báðir mjög fljótir vinstri fótar menn sem hafa rétta hugarfarið," sagði Mauricio Pochettino við Sky Sports.

„Það er líka klárt að gengi Tottenham liðsins fer mikið eftir því hvernig Bale spilar þótt að það skipti liðið ekki alveg eins miklu máli og frammistaða Messi skiptir máli fyrir gengi Barcelona," sagði Pochettino.

„Bale er örlagavaldur inn á vellinum. Hann er stórkostlegur leikmaður sem sameinar hraða, styrk og markaskorun. Hann hefur sýnt það margoft á tímabilinu og ég hef mikla mætur á honum," sagði Pochettino en Bale hefur verið orðaður við Real Madrid að undanförnu.

„Bale er einn af tíu bestu leikmönnum eins og hann er einn af þeim sem getur spilað í öllum deildum í heimi. Bale getur staðið sig vel á Spáni en ef hann fer þá er það mikill missir fyrir ensku úrvalsdeildina," sagði Pochettino.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×