Enski boltinn

Björn Bergmann og félagar féllu úr b-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björn Bergmann Sigurðarson.
Björn Bergmann Sigurðarson. Mynd/NordicPhotos/Getty
Björn Bergmann Sigurðarson og félagar í Wolves urðu að sætta sig við fall niður í ensku C-deildina eftir 2-0 tap á móti Brighton í lokaumferð ensku b-deildarinnar í dag.

Björn Bergmann kom inn á sem varamaður á 62. mínútu leiksins en Kazenga LuaLua hafði skorað bæði mörk Brighton á fyrstu 39 mínútum leiksins.

Það voru því Peterborough, Wolves og Bristol City féllu úr ensku b-deildinni. Peterborough tapaði 2-3 fyrir Crystal Palace og Bristol City var þegar fallið úr deildinni.

Úlfarnir féllu þar með annað tímabilið í röð því þeir léku í ensku úrvalsdeildinni 2011-12 en spila í ensku C-deildinni 2013-14.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×