Enski boltinn

14 ára grýla Everton á Anfield

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
David Weir og Michael Owen eigast við í síðasta sigurleik Everton á Anfield í september árið 1999. Kevin Campbell skoraði eina mark leiksins.
David Weir og Michael Owen eigast við í síðasta sigurleik Everton á Anfield í september árið 1999. Kevin Campbell skoraði eina mark leiksins. Nordicphotos/Getty
Liverpool tekur á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þeir bláklæddu hafa ekki sótt þrjú stig á Anfield frá árinu 1999.

Jamie Carragher leikur að öllum líkindum sinn síðasta grannaslag með Liverpool í dag. Carragher hefur ákveðið að setja skóna á hilluna í lok leiktíðar og ganga til liðs við sparkspekingahóp Sky sjónvarpsrisans. Þá leikur Phil Jagielka, miðvörður Everton, sinn 500. deildarleik.

Með sigri er ljóst að Everton hafnar fyrir ofan Liverpool í deildinni annað árið í röð. Það hefur ekki gerst síðan Bill heitinn Shankly kom með Liverpool upp úr næstefstu deild árið 1962.

Leikur liðanna á Anfield hefst klukkan 12.30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þá er hann í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×