Fótbolti

Eiður Smári kom inn af bekknum í endurkomusigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/NordicPhotos/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðustu 40 mínúturnar þegar Club Brugge vann 2-1 sigur á Lokeren, fyrsta atvinnumannaliði föður hans, í úrslitakeppni belgísku úrvalsdeildarinnar.

Lokeren-liðið komst í 1-0 með marki Hamdi Harbaoui á 38. mínútu en Maxime Lestienne jafnaði fyrir Club Brugge skömmu fyrir hálfleik.

Eiður Smári kom inn á sem varamaður á 52. mínútu og Lior Refaelov skoraði síðan sigurmark liðsins á 77. mínútu.

Club Brugge er áfram tveimur stigum á eftir toppliði Anderlecht sem vann 2-0 sigur á  Standard Liege á sama tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×