Fótbolti

Kolbeinn og félagar fögnuðu titlinum vel - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson varð í dag hollenskur meistari með félögum sínum í Ajax en liðið tryggði sér titilinn með því að bursta lið Willem II 5-0 á heimavelli. Kolbeinn byrjaði markaveisluna með því að skora fyrsta markið í leiknum.

Kolbeinn hefur skorað fimm mörk í síðustu átta leikjum liðsins en hann skoraði markið sitt með laglegum skalla strax á 12. mínútu leiksins.

Það var mikil gleði í leikslok þegar Ajax-menn tóku við meistaraskildinum en Kolbeinn hefur nú orðið meistari á fyrstu tveimur árum sínum hjá félaginu. Hann hefur missti úr mikið vegna meiðsla bæði tímabilin en hefur skorað reglulega þegar hann er heill.

Hér fyrir ofan má sjá bæði ljósmyndir af Kolbeini og félögum hans fagna titlinum í dag sem og svipmyndir frá leiknum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×