Fótbolti

Jóhann Berg og Aron bikarmeistarar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhann Berg með bikarinn í dag.
Jóhann Berg með bikarinn í dag. Mynd/Instagram
AZ Alkmaar varð hollenskur bikarmeistari í dag eftir 2-1 sigur á PSV Eindhoven í úrslitaleik bikarkeppninnar.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði AZ sem var komið 2-0 yfir eftir aðeins fjórtán mínútur. Adam Maher og Jozy Altidore skoruðu mörk liðsins. Jürgen Locadia minnkaði muninn á 32. mínútu en nær komst PSV ekki.

Jóhann Berg var tekinn af velli á 74. mínútu en Aron kom inn á sem varamaður á 88. mínútu.

Fyrr í dag varð Arnór Smárason danskur bikarmeistari með liði sínu, Esbjerg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×