Enski boltinn

Evra sendir stuðningsmönnum Arsenal tóninn

Persie á ferðinni um síðustu helgi.
Persie á ferðinni um síðustu helgi.
Patrice Evra, leikmaður Man. Utd, var ekki sáttur við þær móttökur sem Robin van Persie fékk á sínum gamla heimavelli um síðustu helgi. Hann segir að stuðningsmenn Arsenal eigi að vera þakklátir fyrir það sem Van Persie gerði fyrir félagið.

Van Persie yfirgaf Arsenal síðasta sumar og snéri svo til baka sem meistari um helgina. Fjölmargir stuðningsmenn Arsenal bauluðu á hann í leiknum.

"Fólk gleymir því hvað hann gerði fyrir Arsenal og hann sýndi þeim að hann valdi rétt með því að koma til okkar. Hann reyndi lengi að vinna deildina með Arsenal en gerði það svo með Man. Utd," sagði Evra.

"Hann stóð sig gríðarlega vel með Arsenal og ég var mjög vonsvikinn fyrir hans hönd með þær móttökur sem hann fékk. Hann sýndi þvílíkur heimsklassaleikmaður hann er með því að taka vítið. Hann hélt ró sinni og skoraði. Ég gladdist með honum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×