Enski boltinn

Carragher verður með Neville í sjónvarpinu

Carragher fer í jakkafötin næsta vetur.
Carragher fer í jakkafötin næsta vetur. Mynd/Sky
Jamie Carragher, leikmaður Liverpool, leggur skóna á hilluna í sumar eftir langan feril. Hann er búinn að finna sér nýja vinnu því hann hefur samið við Sky Sports.

Carragher verður hluti af teyminu sem fjallar um enska boltann á Sky næsta vetur. Þar mun hann vinna með Gary Neville, Graeme Souness, Jamie Redknapp og Alan Smith.

Carragher er búinn að spila yfir 730 leiki fyrir Liverpool á ferlinum. Aðeins Ryan Giggs hefur leikið fleiri leiki fyrir sitt félag á Englandi.

Gary Neville sló í gegn hjá Sky eftir að hann hætti í fótbolta og spurning hvort Carragher geri slíkt hið sama.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×