Enski boltinn

Man. City á eftir Marco Reus

Reus, til vinstri, ásamt vini sínum Götze. Þeir gætu báðir verið á förum frá Dortmund í sumar.
Reus, til vinstri, ásamt vini sínum Götze. Þeir gætu báðir verið á förum frá Dortmund í sumar.
Man. City er sagt hafa mikinn áhuga á Marco Reus, stjörnu Dortmund, og ku ætla að gera Dortmund risatilboð í leikmanninn.

City er sagt ætla að bjóða 38 milljónir evra fyrir leikmanninn og félagið mun þess utan ætla að tvöfalda laun leikmannsins.

Þessi 23 ára sóknarþenkjandi miðjumaður er ekki sagður hafa áhuga á því að yfirgefa herbúðir Dortmund aðeins ári eftir að hann kom frá Borussia Mönchengladbach.

Reus gæti þó hugsað sig tvisvar um þegar peningamennirnir frá City koma í símann. Besti vinur Reus, Mario Götze, hefur þegar samþykkt að fara til Bayern frá Dortmund.

Það bendir margt til þess að Dortmund þurfi að byggja upp nýtt lið en heldur betur hefur kvarnast úr þessu frábæra liði á síðustu árum en í fyrra missti liðið Shinji Kagawa til Man. Utd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×