Enski boltinn

Aron Einar og Heiðar deildarmeistarar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stuðningsmenn Cardiff fögnuðu sæti í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudag.
Stuðningsmenn Cardiff fögnuðu sæti í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudag. Nordicphotos/Getty
Cardiff tryggði sér í dag deildarmeistaratitilinn í Championship-deildinni með 1-1 jafntefli gegn Burnley á Turf Moor. Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Cardiff.

Craig Conway kom gestunum frá Wales yfir með fínu skoti á 27. mínútu. Þannig stóðu leikar allt þar til komið var fram í viðbótartíma.

David Edgar skallaði þá boltann í netið af stuttu færi og tryggði heimamönnum stig við mikinn fögnuð stuðningsmanna Burnley. Heimaliðið styrkti stöðu sína í botnbaráttunni með stiginu.

Cardiff hefur nú sjö stiga forskot á Hull þegar tvær umferðir eru eftir.


Tengdar fréttir

Ákvað að sleppa mér alveg

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff tryggðu sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð í vikunni. Landsliðsfyrirliðinn hefur aldrei leikið betur og segist tilbúinn að spila fótbolta með þeim bestu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×