Enski boltinn

Mancini: Ótrúlegt að við skyldum tapa þessum leik

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Roberto Mancini var svekktur í leikslok.
Roberto Mancini var svekktur í leikslok. Getty Images
Roberto Mancini átti erfitt með að útskýra tap sinna manna í Manchester City gegn Tottenham í dag. Liðið tapaði 3-1 eftir að hafa náð forystunni á 5. mínútu leiksins með marki frá Samir Nasri.

„Það er ótrúlegt að við skyldum tapa þessum leik því við stjórnuðum leiknum í 80. mínútur. Við fengum mörg færi til að skora annað markið en svona er fótboltinn. Ef þú klárar ekki leiki þá geta svona hlutir gerst,“ sagði Mancini.

Ósigurinn í dag hjá City þýðir að Manchester Unitef getur orðið Englandsmeistari á morgun með sigri gegn Aston Villa. „Deildin var búin fyrir þremur eða fjórum vikum síðan. Þeir eiga titilinn skilinn,“ sagði Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×