Enski boltinn

United á þetta skilið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roberto Mancini.
Roberto Mancini. Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að viðhorf leikmanna Manchester United sé betra í ár en í fyrra. Þess vegna verði liðið meistari í ár.

United getur tryggt sér titilinn með sigri á Aston Villa á heimavelli í kvöld. Það varð ljóst eftir að núverandi meistarar, Manchester City, töpuðu fyrir Tottenham í gær.

„United tapaði titlinum í fyrra og þess vegna er viðhorf þeirra í ár betra. Þeir byrjuðu betur í haust og þeir vildu vinna titilinn í ár,“ sagði Mancini.

„En ég segi eins og áður. Þeir eiga skilið að vinna titilinn. United er ekki með betra lið en við en eiga skilið að vinna, þar sem við töpuðum stigum í leikjum þar sem við áttum það ekki skilið.“

„United keypti nokkra nýja leikmenn í sumar og skoruðu mökið af mörkum. Þeir fengu líka mörg á sig en þeir skoruðu meira. Það er mikilvægt.“

City mætir Wigan í úrslitum ensku bikarkeppninnar í vor en Mancini er engu að síður ekki ánægður. „Mér finnst bikarinn mikilvægur og þá getum við náð öðru sæti deildarinnar. En ég er ekki ánægður með tímabilið því ég vil vinna allt.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×