Fótbolti

Alfreð sleppur við bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Atvik þar sem Alfreð Finnbogason virðist sparka í átt að Cristian Poulsen, leikmanni Ajax, verður ekki rannsakað frekar af hollenska knattspyrnusambandinu.

Frá þessu er greint í hollenskum fjölmiðlum í dag en atvikið þótti ekki nægilega alvarlegt til að setja málið af stað með formlegum hætti.

Alfreð skoraði mark Heerenveen í 1-1 jafntefli liðanna á föstudagskvöldið en hann hefur skorað alls 24 mörk á tímabilinu.


Tengdar fréttir

Alfreð bætti met Péturs

Alfreð Finnbogason er búinn að bæta 33 ára gamalt markamet Péturs Péturssonar en það gerði hann með því að skora í leik Heerenveen gegn Ajax, toppliði hollensku úrvalsdeildarinnar, í kvöld.

Alfreð mögulega í leikbann

Alfreð Finnbogason er gefið að sök að hafa sparkað í átt að Christian Poulsen, leikmanni Ajax, í leik í hollensku úrvalsdeildinni fyrir helgi.

Pétur er stoltur af mér

Alfreð Finnbogason segir að það sé mikill heiður fyrir sig að hafa náð að skrifa sig inn í íslenska knattspyrnusögu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×