Fótbolti

Alfreð mögulega í leikbann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alfreð Finnbogason er gefið að sök að hafa sparkað í átt að Christian Poulsen, leikmanni Ajax, í leik í hollensku úrvalsdeildinni fyrir helgi.

Alfreð skoraði mark Heerenveen í 1-1 jafntefli en það var hans 24. mark á tímabilinu. Bætti hann þá 33 ára gamalt met Péturs Péturssonar og er nú sá Íslendingur sem hefur skorað flest mörk í efstu deild.

Hollenska knattspyrnusambandið hefur nú beðið um skýrslu um atvikið frá báðum liðum og gæti dæmt Alfreð í leikbann.

Alfreð hefur skorað helming allra marka síns lið í hollensku úrvalsdeildinni til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×