Enski boltinn

Benayoun segir stuðningsmenn síns liðs fara yfir strikið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Yossi Benayoun, leikmaður Chelsea, er ósáttur við þær glósur sem hann hefur fengið að heyra frá sínum eigin stuðningsmönnum.

Benayoun fór nýlega í viðtal í Englandi þar sem hann lýsti fullum stuðningi við Fernando Torres, samherja sinn. Hann sagðist vera þess fullviss um að Torres myndi aftur ná sínu besta fram.

„Úrslitin vonbrigði í gær. Alltaf gott að koma aftur til Liverpool og frábært að finna fyrir hlýjum móttökum,“ skrifaði Benayoun á Twitter-síðu sína eftir leik Chelsea og Liverpool á sunnudag. Honum lauk með 2-2 jafntefli.

„Það var púað á mig af litlum hluta stuðningsmanna Chelsea og þeir hafa stundað þetta síðan ég gaf viðtal um Torres. Þetta er eitthvað sem félagið er með á sinni könnu. Það þarf að fara rétt að þessu vegna þess að stundum fer fólk yfir strikið.“

Chelsea er nú að rannasaka málið, samkvæmt enskum fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×