Enski boltinn

Gerrard þarf að fara í aðgerð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Steven Gerrard mun missa af vináttulandsleikjum enska landsliðsins í vor þar sem hann þarf að fara í aðgerð á öxl.

Gerrard hefur verið að glíma við meiðslin í nokkurn tíma og leggst undir hnífinn þegar að tímabilinu lýkur hjá Liverpool þar sem Gerrard er fyrirliði.

Félagið segir þó að meiðsli hans séu ekki alvarleg. Hann verður frá í 6-8 vikur og ætti því að ná undirbúningstímabilinu með þeim rauðklæddu.

Læknar félagsins segja að um álagsmeiðsli sé að ræða en Gerrard hefur spilað hverja einustu mínútu með Liverpol í deildinni í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×