Enski boltinn

Ferguson stillir upp breyttu liði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson ætlar að gefa leikmönnum sem hafa verið fyrir utan byrjunarliðið síðustu vikur fleiri mínútur í þeim leikjum sem eftir eru á tímabilinu.

Manchester United tryggði sér Englandsmeistaratitilinn á mánudagskvöldið en næsti leikur liðsins verður gegn Arsenal á laugardaginn.

Ferguson greindi frá því í dag að þeir Jonny Evans og Michael Carrick hafi báðir spilað á mánudaginn þrátt fyrir meiðsli. Þeir verða því hvíldir nú.

„Vidic og Rio eru væntanlegir aftur eftir meiðsli og ættu að geta spilað saman í vörninni. Það þýðir að Phil Jones getur spilað á miðjunni,“ sagði Ferguson.

„Ég vil líka að ungir leikmenn sem hafa verið á jaðrinum síðustu vikurnar spili meira nú. Ég vil að þeir viti hversu mikilvægt þeirra framlag hefur verið.“

„Chicharito, Danny Welbeck, Tom Cleverley og Nani - mér finnst það mikilvægt að þeir fái allir að spila á næstu vikum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×