Enski boltinn

Forsætisráðherra Bretlands segir Suarez vera hræðilega fyrirmynd

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, gagnrýndi Luis Suarez harkalega fyrir að bíta annan leikmann í leik í ensku úrvalsdeildnini um síðustu helgi.

Suarez leikur með Liverpool og var dæmdur í tíu leikja bann fyrir athæfið. Málið vakti gríðarlega athygli og Cameron sagði að Suarez væri hræðileg fyrirmynd fyrir börn í Bretlandi.

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, sagði að ummæli Cameron og fleiri áberandi einstaklinga í bresku samfélagi hefðu haft áhrif á aganefnd enska sambandsins. Hann sagði refsingu Suarez allt of þunga.

Cameron neitaði þessu og sagðist aðeins hafa verið að tjá sig sem faðir sjö ára drengs.

„Hann elskar að horfa á fótbolta og leikmenn sem haga sér svona eru hræðilegar fyrir myndir fyrir ungt fólk í landinu,“ sagði Cameron.

„Refsingin var ákvörðuð af enska sambandinu, ekki mér. Ég ætla ekki að skipta mér af því. En mín persónulega skoðun að það beri að beita harkalegum refsingum fyrir svona mál.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×