Enski boltinn

Arsenal mun standa heiðursvörð um meistarana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest að félagið muni standa heiðursvörð um nýkrýnda meistara Manchester United þegar að félagið kemur í heimsókn um helgina.

Robin van Persie, leikmaður United, verður því hylltur af sínum gömlu félögum og sjálfsagt eru margir stuðningsmenn Arsenal ekkert allt of sáttir við það.

„Ég er franskur en ég bý í Englandi og vil að enskar hefðir verði virtar,“ sagði Wenger í samtali við fjömliðla í dag.

„Maður verður bera virðingu fyrir menningu landsins þegar maður býr og starfar í öðrum löndum. Þetta er hluti af enskri knattspyrnusögu og auðvitað við ég virða það.“

„Ég vona að einhver muni standa heiðursvörð fyrir okkur á næsta tímabili.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×