Enski boltinn

Schürrle við það að semja við Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Umboðsmaður þýska sóknarmannsins Andre Schürrle segir að Chelsea sé við það að klófesta kappann og á von á jákvæðum fréttum af málinu á næstunni.

Schürrle leikur með Bayer Leverkusen en hann er 22 ára gamall. Félagið hefur átt í viðræðum við Chelsea að undanförnu og er talið að þeir ensku muni greiða um 22 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Þá er einnig talið líklegt að Kevin De Bruyne verði lánaður eða seldur til Leverkusen.

„Ég er að bíða eftir upplýsingum frá Leverkusen eða Chelsea en það gæti verið eitthvað af frétta í vikulokin,“ sagði umboðsmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×