Enski boltinn

Liverpool harmar lengd bannsins | Suarez baðst afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Liverpool sendi frá sér yfirlýsingu í dag. Þar segir Ian Ayre, framkvæmdarstjóri félagsins, að það virði ákvörðun Luis Suarez að áfrýja ekki tíu leikja banni sínu.

Bæði Ayre og Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, lýstu yfir vonbrigðum sínum með niðurstöðuna en heita báðir fullum stuðningi við Suarez.

Sjálfur birti hann yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar á athæfi sínu. Sér í lagi Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, sem hann beit í leik liðanna um helgina.

Hann segir þó að tíu leikja bann sé allt of þung refsing og mun meiri en aðrir leikmenn hafa fengið sem hafa valdið einhverjum alvarlegum skaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×