Sjálfsmark kom Tottenham til bjargar | Þrjú rauð á St. Mary's Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. apríl 2013 01:25 Nordic Photos / Getty Images Tottenham gaf eftir í baráttunni um Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni í dag en bjargaði þó jafntefli gegn Wigan. Alls er fjórum leikjum nú nýlokið í deildinni en Everton vann góðan sigur á Fulham, 1-0, og er nú aðeins tveimur stigum á eftir Tottenham í fimmta sætinu. Stoke hafði betur gegn Norwich, 1-0, og þá vann West Brom 3-0 útisigur á Southampton þar sem þrjú rauð spjöld fóru á loft.Wigan - Tottenham 2-2 0-1 Gareth Bale (9.) 1-1 Emmerson Boyce (11.) 2-1 Callum McManaman (49.) 2-2 Emmerson Boyce, sjálfsmark (89.). Wigan hefði komist upp úr fallsæti með sigri á Tottenham í dag en liðið er nú tveimur stigum frá öruggu sæti. Það byrjaði þó ekki vel fyrir Wigan því liðið gaf hreinlega Tottenham 1-0 forystu. Maynor Figueroa gaf boltann aftur á markvörðinn Joel Robles sem reyndi að hreinsa frá marki. Hann sparkaði þó beint í Gareth Bale en af honum fór boltinn í markið. Emmerson Boyce var þó aðeins tvær mínútur að jafna metin fyrir Wigan þegar hann skoraði með skalla á elleftu mínútu og Callum McManaman kom liðinu yfir með fallegu skoti í upphafi síðari hálfleiks. Allt leit út fyrir að Wigan myndi vinna góðan sigur þegar að sjálfsmarkið kom. Aaron Lennon á sendingu fyrir markið og varð Boyce fyrir því óláni að senda knöttinn í eigið net úr þvögunni. Tottenham fékk svo tækifæri til að skora í uppbótartíma en allt kom fyrir ekki. Gylfi Þór Sigurðsson var allan leikinn á varamannabekk Tottenham.Everton - Fulham 1-0 1-0 Steven Pienaar (16.) Steven Pienaar skoraði sigurmark Everton gegn Fulham í dag en það gerði hann eftir fyrirgjöf Seamus Coleman. Fulham hefur nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Aðeins fjögur stig skilja að liðin í 3.-6. sæti en fjögur efstu liðin komast í Meistaradeildina.Southampton - West Brom 0-3 0-1 Marc-Antoione Fortune (6.) 0-2 Romelu Lukaku (67.) 0-3 Shane Long (77.) West Brom vann sinn fyrsta sigur síðan í byrjun síðasta mánaðar er liðið gerði góða ferð á St. Mary's-leikvanginn í Southampton. Þrjú rauð spjöld fóru á loft. Gaston Ramirez kom inn á sem varamaður og fékk að líta rautt í stöðunni 2-0. Stuttu síðar fór Fortune sömu leið. Danny Fox, leikmaður Southampton, fékk svo rautt fyrir tveggja fóta tæklingu á Steven Reid undir lok leiksins.Stoke - Norwich 1-0 1-0 Charlie Adam (46.) Charlie Adam tryggði Stoke 1-0 sigur á Norwich og er nú með 40 stig. Norwich er í fjórtánda sæti með 38 stig - sex stigum frá fallsæti. Enski boltinn Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Tottenham gaf eftir í baráttunni um Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni í dag en bjargaði þó jafntefli gegn Wigan. Alls er fjórum leikjum nú nýlokið í deildinni en Everton vann góðan sigur á Fulham, 1-0, og er nú aðeins tveimur stigum á eftir Tottenham í fimmta sætinu. Stoke hafði betur gegn Norwich, 1-0, og þá vann West Brom 3-0 útisigur á Southampton þar sem þrjú rauð spjöld fóru á loft.Wigan - Tottenham 2-2 0-1 Gareth Bale (9.) 1-1 Emmerson Boyce (11.) 2-1 Callum McManaman (49.) 2-2 Emmerson Boyce, sjálfsmark (89.). Wigan hefði komist upp úr fallsæti með sigri á Tottenham í dag en liðið er nú tveimur stigum frá öruggu sæti. Það byrjaði þó ekki vel fyrir Wigan því liðið gaf hreinlega Tottenham 1-0 forystu. Maynor Figueroa gaf boltann aftur á markvörðinn Joel Robles sem reyndi að hreinsa frá marki. Hann sparkaði þó beint í Gareth Bale en af honum fór boltinn í markið. Emmerson Boyce var þó aðeins tvær mínútur að jafna metin fyrir Wigan þegar hann skoraði með skalla á elleftu mínútu og Callum McManaman kom liðinu yfir með fallegu skoti í upphafi síðari hálfleiks. Allt leit út fyrir að Wigan myndi vinna góðan sigur þegar að sjálfsmarkið kom. Aaron Lennon á sendingu fyrir markið og varð Boyce fyrir því óláni að senda knöttinn í eigið net úr þvögunni. Tottenham fékk svo tækifæri til að skora í uppbótartíma en allt kom fyrir ekki. Gylfi Þór Sigurðsson var allan leikinn á varamannabekk Tottenham.Everton - Fulham 1-0 1-0 Steven Pienaar (16.) Steven Pienaar skoraði sigurmark Everton gegn Fulham í dag en það gerði hann eftir fyrirgjöf Seamus Coleman. Fulham hefur nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Aðeins fjögur stig skilja að liðin í 3.-6. sæti en fjögur efstu liðin komast í Meistaradeildina.Southampton - West Brom 0-3 0-1 Marc-Antoione Fortune (6.) 0-2 Romelu Lukaku (67.) 0-3 Shane Long (77.) West Brom vann sinn fyrsta sigur síðan í byrjun síðasta mánaðar er liðið gerði góða ferð á St. Mary's-leikvanginn í Southampton. Þrjú rauð spjöld fóru á loft. Gaston Ramirez kom inn á sem varamaður og fékk að líta rautt í stöðunni 2-0. Stuttu síðar fór Fortune sömu leið. Danny Fox, leikmaður Southampton, fékk svo rautt fyrir tveggja fóta tæklingu á Steven Reid undir lok leiksins.Stoke - Norwich 1-0 1-0 Charlie Adam (46.) Charlie Adam tryggði Stoke 1-0 sigur á Norwich og er nú með 40 stig. Norwich er í fjórtánda sæti með 38 stig - sex stigum frá fallsæti.
Enski boltinn Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira