Enski boltinn

Di Canio ekki hrifinn af Twitter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paolo Di Canio.
Paolo Di Canio. Nordic Photos / Getty Images
Paolo Di Canio, stjóri Sunderland, hefur í huga að setja sínum mönnum skorður þegar kemur að samfélagsmiðlum á borð við Twitter.

Nýlega kom James McClean sér í fréttir þegar hann byrjaði aftur að skrifa færslur á Twitter-síðu sína, í óþökk félagsins sem hafði sett hann í straff.

Félagið gerði það eftir að McClean tjáði sig um lagið The Broad Black Brimmer með hljómsveitinni The Wolfe Tones. Texti lagsins lýsir stuðningi við IRA, írska lýðveldisherinn.

„Við munum ræða þetta við leikmenn í ljós þess sem hefur gerst áður. Það er augljóst að í framtíðinni munum við vera með aðrar reglur um þessi mál,“ sagði Di Canio.

„Það er svo auðvelt fyrir þessa nýju kynslóð að koma sér í samband við fólk sem er illa við þau. Mér finnst þetta kjánalegt því það eru svo margar aðrar leiðir til að koma sér í samband við aðra.“

Sunderland mætir Aston Villa á mánudagskvöldið og segir Di Canio að það sé úrslitaleikur fyrir hans menn.

„Ef við vinnum þann leik þá erum við öruggir uppi. Ég hef sagt mínum mönnum að þess leikur sé eins og úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fyrir okkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×