Enski boltinn

Guðjón skoraði í sex marka leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Baldvinsson skoraði sitt annað mark á tímabilinu í Svíþjóð er lið hans, Halmstad, gerði 3-3 jafntefli við AIK í dag.

Guðjón skoraði markið á 59. mínútu en hann lék allan leikinn í dag. Kristinn Steindórsson var einnig í byrjunarliði Halmstad en var skipt af velli á 72. mínútu. Þá var miðjumaðurinn Helgi Valur Daníelsson í byrjunarliði AIK.

Hannes Þ. Sigurðsson kom inn á sem varamaður í sigri Mjällby á Brommapojkarna, 4-2.

Mjällby er í fimmmta sæti deildarinnar með níu stig, AIK í ellefta með sex og Halmstad í næstneðsta sæti með fjögur stig. Liðið er enn án sigurs eftir sex leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×