Enski boltinn

Walcott fór í sjónvarpsviðtal í United-treyju

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Theo Walcott skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli gegn Manchester United í dag en kann að hafa reitt einhverja stuðningsmenn liðsins til reiði, engu að síður.

Walcott var í viðtali við Sky Sports eftir leikinn og var þá klæddur í treyju United sem hann hafði fengið frá leikmanni United í skiptum fyrir sína.

„Ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit. Hvorugt lið vildi tapa þessum leik,“ sagði hann.

„Það er svolítið síðan ég skoraði síðast en það sem við vildum fyrst og fremst fá voru þrjú stig,“ bætti hann við.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×