Enski boltinn

Bale ekkert að spá í öðrum liðum

Gareth Bale sópaði til sín verðlaunum í gær er hann var valinn besti leikmaður, og besti ungi leikmaður, ensku úrvalsdeildarinnar.

Mikið hefur verið rætt um það í vetur að Bale muni yfirgefa herbúðir Tottenham í sumar enda hafa stærstu lið Evrópu áhuga á honum.

Sjálfur er leikmaðurinn ekkert að fara á taugum og reiknar með því að spila áfram með Spurs.

"Þetta eru bara orðrómar sem ég spái ekkert í. Það er ekkert sem ég get gert í þessum málum. Ég einbeiti mér bara að fótboltanum og að spila sem best ég get," sagði Bale yfirvegaður.






Tengdar fréttir

Bale vann tvöfalt

Gareth Bale, leikmaður Tottenham, var í kvöld útnefndur besti og besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af ensku leikmannasamtökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×