Enski boltinn

Wenger á eftir Kondogbia

Kondogbia í leik gegn Real Madrid í vetur.
Kondogbia í leik gegn Real Madrid í vetur.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur viðurkennt að hann sé spenntur fyrir Geoffrey Kondogbia, miðjumanni Sevilla. Wenger sér hann fyrir sér sem arftaka Abou Diaby.

Hinn tvítugi Kondogbia hefur spilað 32 leiki fyrir Sevilla í vetur en hann kom til liðsins frá Lens í Frakklandi.

Fleiri félög hafa áhuga á stráknum og þar hafa verið nefnd lið eins og Chelsea, Man. City og Real Madrid.

"Ég vil ekki tala of mikið um hann núna þar sem öll lið virðast vera á eftir honum. Er þið spyrjið hvort ég hafi áhuga við hvaða svari búist þið eiginlega?" sagði Wenger.

Frakkinn hefur spilað með ungmennalandsliði Frakka og þykir afar efnilegur. Diaby verður lengi frá vegna meiðsla og því þarf Wenger að opna veskið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×