Enski boltinn

Notaði n-orðið ítrekað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Luis Suarez
Luis Suarez Nordicphotos/AFP
Samtök atvinnumanna í knattspyrnu á Englandi hafa verið gagnrýnd fyrir að fá grínistann Reginald D. Hunter til þess að skemmta á hófi sínu í gærkvöldi.

Gareth Bale var bæði kjörinn besti leikmaðurinn og besti ungi leikmaðurinn en gamanmál Hunter vakti ekki síður athygli. Beindi hann spjótum sínum að Luis Suarez hjá Liverpool sem nýlega var einn þeirra sem tilnefndur var sem besti leikmaðurinn.

Í frétt Dailymail kemur fram að Hunter hafi ítrekað notað n-orðið til þess að skjóta á Suarez. Suarez var á sínum tíma dæmdur í keppnisbann fyrir að kynþáttaníð í garð Patrice Evra hjá Manchester United. Þá hafa samtök atvinnuknattspyrnumanna einnig staðið í stórræðum á leiktíðinni í máli John Terry og Anton Ferdinand. Sá fyrrnefndi hlaut bann fyrir kynþáttaníð í garð Ferdinand.

Reginald hefur áður verið gagnrýndur fyrir notkun sína á n-orðinu við flutning gamanmáls.Nordicphotos/Getty
Clarke Carlisle, forseti samtakanna, viðurkenndi að það hefðu verið mistök að fá Hunter til þess að skemmta.

„Sem forseti samtakanna þá skammast ég mín. Ég biðst innilega afsökunar og þetta mun ekki endurtaka sig á meðan ég er formaður," sagði Carlisle.

„Ég tel okkur hafa gert slæm mistök við valið á skemmtiatriðum gærkvöldsins."


Tengdar fréttir

Baulað á Suarez

Samtök atvinnuknattspyrnumanna á Englandi héldu lokahóf sitt í gær þar sem Gareth Bale tók tvö stærstu verðlaunin.

Bale ekkert að spá í öðrum liðum

Gareth Bale sópaði til sín verðlaunum í gær er hann var valinn besti leikmaður, og besti ungi leikmaður, ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×